Kobe Bryant...
... skoraði hvorki meira né minna en 81 stig í sigurleik Lakers í nótt.
Stiftamtmaðurinn var duglegur við að uppfæra mig um stöðu mála með SMS skilaboðum.
Klukkan 03:25 vaknaði ég til að pissa. Þar sem ég sat á rúmstokknum bárust mér fyrstu skilaboðin: "Þegar þetta er skrifað hafa Lakers skorað 3 stig á 6 mín og þeir eru að spila á móti Toronto sem fá að meðaltali á sig 101 stig í leik. Þetta er það versta sem ég hef séð á ævinni"
04:07
"Kobe er búinn að skora síðustu 20 stig fyrir þessa lélegu afsökun er þeir kalla Lakers lið. Við erum ennþá að skíta á okkur!"
05:07
HALTU ÞÉR FAST. KOBE SKORAÐI 81 STIG Í NÓTT. ÞETTA VAR TRÚARLEG UPPLIFUN. NÆST HÆSTA SKOR Í SÖGU NBA"
Þvílík snilld hjá mesta íþróttamanni samtímans.
Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.
Kveðja,
Hagnaðurinn
Stiftamtmaðurinn var duglegur við að uppfæra mig um stöðu mála með SMS skilaboðum.
Klukkan 03:25 vaknaði ég til að pissa. Þar sem ég sat á rúmstokknum bárust mér fyrstu skilaboðin: "Þegar þetta er skrifað hafa Lakers skorað 3 stig á 6 mín og þeir eru að spila á móti Toronto sem fá að meðaltali á sig 101 stig í leik. Þetta er það versta sem ég hef séð á ævinni"
04:07
"Kobe er búinn að skora síðustu 20 stig fyrir þessa lélegu afsökun er þeir kalla Lakers lið. Við erum ennþá að skíta á okkur!"
05:07
HALTU ÞÉR FAST. KOBE SKORAÐI 81 STIG Í NÓTT. ÞETTA VAR TRÚARLEG UPPLIFUN. NÆST HÆSTA SKOR Í SÖGU NBA"
Þvílík snilld hjá mesta íþróttamanni samtímans.
Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.
Kveðja,
Hagnaðurinn
<< Home