sunnudagur, janúar 22, 2006

Viðrar vel...

... er nýr hlekkur á síðunni.

Um er að ræða mp3/video síðuna "good weather for air strikes" , væntanlega skírt eftir einu besta lagi allra tíma!

Kalt mat eftir fyrstu skoðun:
Besta mp3 síðan sem ég hef fundið til þessa, auk þess sem hún passar best við minn tónlistarsmekk. Þarna verð ég fastagestur.

Quote af síðunni:
I have not met a person yet who has not enjoyed this album, and that includes my parents. I was tempted to make my end of year albums list just a list of "My 10 Favorite Songs on I'm Wide Awake, It's Morning", because this year thats all that matters. This is the album, more so than Sufjan or Silent Alarm, that will define 2005 for me. This album is perfect.

Hérna skrifar einhver um Bright Eyes.
Ég hef fundið tvo sem hafa ekki gaman af þessari plötu. Harpa sagði "viltu ekki bara flytja til Texas og hlusta á þetta kántrý." Þessi orð dæma sig sjálf. Einnig hafði Binni (BÁSA) ekki gaman af þessu.

I love it.

Kveðja,
Hagnaðurinn