föstudagur, janúar 13, 2006

Splash...

... á Sirkus er frekar súr þáttur.

Ég var aðeins að horfa á þetta í kvöld, á milli þess sem ég nennti ekki að horfa á fúlt Idol, og ég hef bara aldrei séð jafn mikla vitleysu. Sérstaklega voru einhverjir einstaklingar sem búa suður með sjó einstaklega asnalegir. Svo voru stelpurnar þarna mjög mikið fyrir að bera sig, sem er kannski bara aðallega fyllerísrugl, en common.

Ég veit það ekki; er Jackass djókið ekki örugglega búið?

En ég gaf þessu allavega séns, og mun ekki eyða frekari tíma í að horfa á þetta í framtíðinni. Það er bara svo margt í boði sem er miklu miklu betra. Raunveruleikaþættir eru búnir að vera... fyrir utan Rock Star Inxs. Ein ástæða stendur þar uppúr.

Sjónvarpsrýni,
Hagnaðurinn