Íslenskt málfar...
Ég datt fyrir slysni inná heimasíðu Bjarnar Bjarnasonar. Ég er ekki fastagestur á þeirri síðu, enda finnst mér hún leiðinleg. Aftur á móti vakti ritstíll Bjarnar áhuga minn.
Mér þykir hann nota kommur á ótrúlega mörgum stöðum.
Til dæmis ávarp síðunnar:
Ég fagna því, að þú sért að skoða síðuna mína. Hér getur þú kynnst því, sem á daga mína hefur drifið síðan 19. febrúar 1995.
Annað dæmi:
Jóhann fer þarna í fótspor starfsbræðra sinna á DV, sem ég vitnaði til hér í dagbókinni í gær. Ég veit ekki, hvort Jóhanni finnst, að mælingar Gallups eigi að ráða því, hvort ég nefni mál hér á síðunni eða annars staðar. Málefni Baugs og Baugsmiðla mun ég ræða hér áfram, þegar mér finnst tilefni til þess.
Nú þarf ég að fá þetta á hreint.
Ég óska hér með eftir því, að einhver, sem veit eitthvað um þetta málefni, stígi hér fram, og útskýri málið, í eitt skipti fyrir öll.
Ef enginn svarar mér þá gæti ég séð mig knúinn til að senda Merði Árnasyni tölvupóst, og það vil ég helst ekki gera!
Kveðja,
Hagnaðurinn
Mér þykir hann nota kommur á ótrúlega mörgum stöðum.
Til dæmis ávarp síðunnar:
Ég fagna því, að þú sért að skoða síðuna mína. Hér getur þú kynnst því, sem á daga mína hefur drifið síðan 19. febrúar 1995.
Annað dæmi:
Jóhann fer þarna í fótspor starfsbræðra sinna á DV, sem ég vitnaði til hér í dagbókinni í gær. Ég veit ekki, hvort Jóhanni finnst, að mælingar Gallups eigi að ráða því, hvort ég nefni mál hér á síðunni eða annars staðar. Málefni Baugs og Baugsmiðla mun ég ræða hér áfram, þegar mér finnst tilefni til þess.
Nú þarf ég að fá þetta á hreint.
Ég óska hér með eftir því, að einhver, sem veit eitthvað um þetta málefni, stígi hér fram, og útskýri málið, í eitt skipti fyrir öll.
Ef enginn svarar mér þá gæti ég séð mig knúinn til að senda Merði Árnasyni tölvupóst, og það vil ég helst ekki gera!
Kveðja,
Hagnaðurinn
<< Home