föstudagur, janúar 27, 2006

Hagnaður...

... þrátt fyrir gífurlegan hagnað bankanna á síðastliðnu ári, stendur einn hagnaður uppi skv. Google.

Það er Hagnaðurinn, með stóru H-i.

Frá því að hóf að rita hugleiðingar mínar, fréttir og annað á þessari síðu í júlí 2002 hef ég skrifað undir nafninu Haukur Hagnaður, og oftast Hagnaðurinn. Þá hafði ég haft þetta viðurnefni í nokkurn tíma.

Sagan á bakvið nafnið:
Á námsárum mínum í Suður-Karólínu (1999-2002) eyddi ég miklum tíma með Páli Snorra Viggóssyni (Palla) og bjó með honum um tíma. Palli gekk jafnan undir nafninu Porno, sem síðan þróaðist í Porno Profit (á bakvið þetta nafn er önnur saga og lengri).

Þar sem við vorum í námi í fjármálum þótti viðeigandi að ég hefði fjármálatengt viðurnefni. Haukur Hedge þótti ekki nógu sniðugt, og flestum óskiljanlegt (þótt það væri alþjóðlegt), og Haukur Hypothesis var of nörda- og tölfræðilegt. Það lá því beinast við að taka upp íslenskt nafn, og Haukur Hagnaður varð fyrir valinu!

Framtíðin:
Viðurnefni eru oft hluti af bernskunni og fíflalátum (þau borga sig, dæmin sanna það!). En mun ég verða fertugur Hagnaður, eða verð ég kallaður Hagnaðurinn á elliheimili?

Haukur Hagkvæmi gæti verið málið... en hljómar ekki nógu vel með greini: Hagkvæmingurinn!
Haukur Hagfræðingur er gott... en ég er ekki hagfræðingur!

Ég held að besta lausnin sé að umbreyta mér í Hauk Hluthafa, og ganga undir nafninu Hluthafinn! Þannig mun ég (vonandi) einnig verða Hagnaðurinn, en undir öðru nafni....