mánudagur, janúar 02, 2006

Snúinn aftur til vinnu...

... eftir frí milli jóla og áramóta.

Það er fínt að vera mættur aftur til vinnu. Reyndar alveg hrikalega erfitt að vakna í morgun, en samt alveg hressandi þegar maður var kominn af stað, og gat hlustað á vitleysingana í Capone tala um eitthvað bull.

Það er líka ánægjulegt að flestir landsmenn fengu 1% extra launahækkun þessi áramótin, þar sem tekjuskattsprósentan var að lækka. Sumir fengu reyndar launauppbót hátt á annað hundrað milljónir króna. Það er bara fair, ekki satt?

___________________________

Daginn er aftur tekið að lengja, þrátt fyrir að fátt bendi til þess, sérstaklega þegar maður vinnur inni allan daginn.

En það er ýmislegt til að láta sér hlakka til:
10. jan = afmæli
3. feb = Barcelona
Apríl = Sigurrós Hafsól

Þarf að finna eitthvað fyrir mars. Framkvæmdir hugsanlega?

Að lokum:
The Life Pursuit með Belle & Sebastian er hressandi og skemmtilegur geisladiskur. Fyrsti diskurinn sem ég eignast á árinu 2006.

Kveðja,
Hagnaðurinn