sunnudagur, júní 29, 2003

Ég talaði um það hér á föstudaginn að ég hefði verið að tala við Gosa.

... það var ekki að ástæðulausu. Ég og Bjarni Þór fórum nefnilega með Daða nokkurn Guðmundsson, stundum kallaður Meistarinn, í klippingu. Það var gaman mjög.

Daði var kominn með ansi mikið hár og menn voru farnir að kalla hann hjálminn. Því var ákveðið að breyta honum í smá tjokkó og í dag er hann kallaður Beckham Íslands. Ungir drengir munu fljótlega fara að biðja um Daða klippinguna.

Gosi stóð sig vel og allt er frábært.

Hérna má sjá myndirnar.

Góða skemmtun.

Hagnaðurinn