sunnudagur, júní 01, 2003

Hér á Hagnaðarheimilinu var lítil samkoma í gær

Saman komu ég og frú, Danni og frú, Atli og frú, Steini og frú og Krissi. Krissi var ekki ‘og frú’. Ástæða hittingsins var ‘Heimkoma Atla og frú’ úr Interrail ferð en auðvitað vorum við bara að finna afsökun fyrir að drekka... þó ekki þurfi að afsaka það.

Margt var sér til dundur gert, bert, hert. Meðal annars var rímað heil ósköp. Gott og þroskandi fyrir hugann að finna gott rím. Einnig fór fram vínsmökkun. Atli kom ekki bara með myndir, heldur einnig tvær tegundir af áfengi. Ef ég tók rétt eftir var annað frá Korfu en hitt frá Ítalíu. Ágætis vínsmökkun sem hressti stemninguna til muna sem þó var ágæt fyrir. Ég hélt nefnilega uppi blússandi Country stemningu. Gott country eykur vellíðan.

Þá las ég einnig sögu fyrir mannskapinn. Hún var í boði Snataks. Hún er svohljóðandi (vel þess virði að lesa þetta):
‘Við Góða lenntum í fáránlegu atviki á föstudagskvöldinu. Við ákváðum að hafa rómantískt kvöld og halda upp á að vera komin í nýja íbúð. Ég sótti sæng og kodda og bjó um okkur inni í stofu, náði í unaðsolíuna og stráði sprittkertum út um alla íbúð. Svo áttum við unaðslega stund undir melódískri tónlist.
5 mínútum seinna fer ég að finna brunalykt! Ég lít í kringum mig og sé þá að það er kviknað sjónvarpinu!!!! Ég sprett á fætur allur olíuborinn og Góða nær í eldvarnarteppi. Ég reyna að blása á eldinn og sé að sprittkertið sem ég var svo gáfaður að setja ofan á sjónvarpið hafði bráðnað ofan í sjónvarpið og var nú horfið. Ég tók sjónvarpið úr sambandi og Góða hringdi á slökkviliðið. Við náðum að slökkva eldinn með teppinu og afþökkuðum slökkviliðið. Það mátti ekki tæpara standa. Ég fór svo að hugsa út í það að ef sjónvarpið hefði sprungið hefði ég líklega orðið alelda þarna nakinn glansandi af unaðsolíu!!! Við þurftum svo að bera sjónvarpið út á svalir þar sem við geymdum það um nóttina. Ég sem ætlaði bara að kveikja aðeins í Góðu var næstum búinn að kveikja í allri blokkinni!’


Niðurlag: Hittingurinn skiptist fljótlega uppí stelpur á móti strákum. Strákar rímuðu af kappi og töluðu karlmannlega. Stelpurnar töluðu um barneignir/barnaföt/nöfn/milli tíðarverki/fyrirtíðarspennu. Þetta er bara eins og splitt, donk og gengja. Krissi var drukknastur allra og fór í bæinn síðar meir. Þetta var helst. Ég vill að lokum þakka Snatak fyrir sitt framlag.

Hagnaðurinn