þriðjudagur, júní 24, 2003

Ný vara á markað...

... ég fékk mér þessa nýju mjólk í dag; svokallaða drykkjarmjólk. Drekkur maður kannski ekki hinar? Ég var ekki sáttur með þessi kaup. Ég taldi mig vera að kaupa hálfan lítra, því þetta kostaði einhvern tæpan 100 kall, sem nota bene er meira en líter kostar. En nei, þetta voru bara 320 ml. Lítil mjólk sem er 250 ml kostar 30 kall og hana má drekka. Ég var því tekinn illilega í rassgatið og skilaði litlum hagnaði. Því mun ég kalla mig í einn dag 'Óhagnaðurinn'.

Góðar stundir.

Óhagnaðurinn