mánudagur, júní 09, 2003

Það var skrall um helgina...

... á laugardag var djammað. Margir góðir menn hittust að Hagnaðarsetrinu og tóku hressilega á því. Svo var farið á Sólon. Það var ágætt, mikið fólk og ágætis gaman. Það er gaman þegar það er gaman þegar það er gaman.

.... á sunnudag gerði ég eitthvað. Fór meðal annars á myndasýningu á Austurstræti. Fín sýning og flottar myndir. Svo var líka texti með myndunum. Eitt textabrot vakti athygli mína, það var við mynd af Yankee Stadium í New York. Þar stóð eitthvað svona:

"... bla bla bla og hafnabolti er því næst vinsælasta íþrótt heimsins með alls 150 milljón iðkendur. Vinsælasta íþróttin er blak með 180 milljón iðkendur."

... nennir einhver að fara niðreftir og tjekka á þessu. Ég var soldið þunnur en ég las þetta samt tvisvar og sá það sama í bæði skiptin.

Hagnaðurinn