Annar hluti íþróttamóts flokksstjóra 2003
Að þessu sinni var farið í keilu. Alls voru 8 keppendur; 4 af hvoru kyni, en þó engin af hvorugkyni.
Spilaðir voru 2 leikir og átti hæsta skor að vinna mótið. Það er skemmst frá því að segja að ég vann með nokkrum yfirburðum. Sigurskorið var samt ekki merkilegt, eða 153.
Ég held að krakkarnir séu farin að skilja að það er ekki ein íþrótt sem þau geta unnið mig í; fimleikar meðtaldir.
Næst er pílukast. Það er ekki íþrótt en hvað um það. Ég mun verða erlendis þegar það mót verður haldið svo ekki vinn ég það.
Lítið annað um mótið að segja, nema kannski það að aðstæður voru ekki beint til fyrirmyndar. Brautin var alltaf að klikka og kúluúrval var ekki í hámarki. Þá var frekar heitt þarna inni. Búið.
Hagnaðurinn... mættur aftur.
Að þessu sinni var farið í keilu. Alls voru 8 keppendur; 4 af hvoru kyni, en þó engin af hvorugkyni.
Spilaðir voru 2 leikir og átti hæsta skor að vinna mótið. Það er skemmst frá því að segja að ég vann með nokkrum yfirburðum. Sigurskorið var samt ekki merkilegt, eða 153.
Ég held að krakkarnir séu farin að skilja að það er ekki ein íþrótt sem þau geta unnið mig í; fimleikar meðtaldir.
Næst er pílukast. Það er ekki íþrótt en hvað um það. Ég mun verða erlendis þegar það mót verður haldið svo ekki vinn ég það.
Lítið annað um mótið að segja, nema kannski það að aðstæður voru ekki beint til fyrirmyndar. Brautin var alltaf að klikka og kúluúrval var ekki í hámarki. Þá var frekar heitt þarna inni. Búið.
Hagnaðurinn... mættur aftur.
<< Home