miðvikudagur, júní 11, 2003

Ýmislegt...

... fór í jarðaför í dag. Var þetta önnur jarðaför sem ég fer í á rúmum mánuði. Afi Hörpu var jarðsettur. Blessuð sé minning hans.

... gerði heiðarlega tilraun til að fara á 'Ég þakka guði að það er föstudagur' fyrr í kvöld. Hún bar ekki tilætlaðan árangur. Of mikið að gera. Átti sko alls ekki von á því.

.... fór í körfu áðan við fjórða mann. Gott að svitna svona aðeins. Hver veit nema maður sé að koma sér í form fyrir eitthvað stærra og meira.

... það er einn gæi á Fram-spjallinu sem kallar sig Ox. Mér finnst hann frábær. Ég held að honum finnist ég ekki frábær. Kannski hefur hann átt erfiða æsku.

Þetta var svona helst. Það styttist í helgina. Ég stefni á að gera ekki neitt. Ekki samt 'ekki neitt'. Meira svona klifra uppá Esjuna, spila golf, grilla, fá mér smá rautt, hitta félaga ekki neitt. Já, það er hægt að gera ýmislegt við að gera ekki neitt.

Miðvikudagurinn er á botninum á U-inu. Nú liggur leiðin bara uppá við.

Góðar stundir...

Hagnaðurinn