sunnudagur, júní 22, 2003

Af ferðum Hagnaðarins...

Laugardagur:
Eins og áður hefur komið fram þá hefur Harpa verið á golfnámskeiði uppá síðkastið. Allt gott um það að segja. Svo í gær var ákveðið að fara að spila og sjá hvort námskeiðis hafi skilað einhverju. Spilað var á Selfossi. Með í för var Sigmundur Sigurgeirsson, Simmi. Veðrið var með miklum ágætum, ¾ skýjað og stillt. Reyndar var allt vaðandi í flugum sem hjálpaði ekki uppá einbeitinguna. Til að gera langa sögu stutta, þá var ég afleitur, Harpa spilaði þokkalega, og Simmi var bara nokkuð góður. Völlurinn var ágætur en greenin ekki alveg uppá sitt besta. Verði var stillt í hóf og nýtti ég mér hjónaafslátt, þrátt fyrir að vera ekki giftur; já svona getur maður snúið á kerfið.

Okkur var svo boðið í mat um kvöldið hjá Simma, Sirrý og Kristínu Ósk á Selfossi. Tókst matseldin með ágætum og þóttum við Simmi fara á kostum á grillinu, eða öllu heldur öllum þremur einnota grillunum. Svo var bara fengið sér rautt og bjór og endað á balli með Á Móti Sól á Hvíta Húsinu. Aldrei hefi ég áður farið á sveitaball og ég get ekki sagt að þetta hafi verið merkileg upplifun. En ágæt þó, og bara nokkuð gaman að vera einn elsti maðurinn á svæðinu, þrátt fyrir ungleika mikinn. Hljómsveitin var hress og spilaði lög eins og ‘Ég er fullur’ og fleiri góð.

Svo var bara keyrt heim í gegnum Eyrarbakka, kíkt á Litla Hraun og bara múha.

Hagnaðurinn