mánudagur, júní 23, 2003

Fortíð Nútíð Framtíð...

Lítið er að frétta af fortíðinni. Sagði ég síðast skilið við hana fyrir skömmu. Kemur hún ekki aftur í bráð.

Nútíðin er þokkaleg. Sit við tölvu, sýp á öli með útfyllta vörina og hlusta á Foo Fighters.

Framtíðin er öllu meira spennandi. Ég var að rýna í framtíðina með sjálfum mér áðan og sá ýmislegt hressandi. Það er mikilvægt að halda hressleikanum í hámarki. Ég sé Foo Fighters koma hingað í ágúst og spila á X-Slash hátíðinni. Er það blanda af óskhyggju og spádómsgáfu. Ég hef einmitt séð Dave Grohl og félaga á tónleikum og er það gaman mjög. Hér eru stórkostlegir hlutir að gerast. Á meðan ég var að skrifa þetta (og ég er ekki að grínast ... promise) þá fór ég inná foofighters.com og viti menn. Þeir munu spila hér 26. ágúst. Múha. (sko, það var verið að tala um það í útvarpinu í dag og eitthvað stórt band myndi spila hérna í ágúst, og ég var ekki lengi að segja "það verða Foo Figters" og bara vá). Ég er ekki svo galinn eftir allt. Já, svona gerast hlutirnir í beinni hér.

Frábærar stundir.

Hagnaðurinn

ps. Ef þið viljið vita hvað gerist í framtíðinni, þá bara endilega hafa samband.