sunnudagur, júní 29, 2003

Brá ég mér í bíó áðan já...

... Fyrir valinu varð myndin Símaklefinn. Fór ásamt 3 chellingum. Já, hann er hösssler eins og segir í laginu. Þær fóru reyndar því Colin þykir svo sætur. Ég taldi ég hér væri góð ræma á ferð.

... Reyndist svo hvort tveggja rétt; Colin algjör dúlla og bara hin ágætasta mynd. Ég ætla ekkert að fara útí söguþráðinn hér eða neitt svona bull og gef myndinni 78/100*.

... Fórum í Smárabíó. Ég veit ekki með þetta bíó. Aldrei hefur það beint heillað mig og gerði það ekki í kvöld. Hljóðið var eitthvað ekki alveg eins og það á að vera. Það var eins og sýningarmaðurinn hafi alltaf verið að rekast í volume takkann. Svo voru óþolandi langar auglýsingar og bara svona smáatriði sem pirra Hagnaðinn.

Þetta var bíóblogg dagsins. Góðar stundir.

Hagnaðurinn