sunnudagur, júní 15, 2003

Fótbolti.net

Það er verið að safna saman bloggsíðum knattspyrnumanna inná Fótbolta punktur Net. Einhverra hluta vegna er ég þarna á lista. En af hverju er Eggert ekki þarna, nú eða Meistarinn? Maður bara spyr sjálfan sig. Þarf ég núna að fara að tjá mig um knattspyrnuleg málefni. Mér finnst það nefnilega alveg hundleiðinlegt.

Annars fór ég á djammið í gær. Var alveg þokkalegt. Skemmtilegast var að það mátti ekki taka vinstri beygjur allt kvöldið; ala Zoolander. Það varð erfiðara með hverri mínútunni. En samt gaman meðan á því stóð. Fór ásamt Krissa og Danna. Hitta marga, m.a. nafna minn og John Wayne. Temmilega þunnur í dag. Stoppar samt ekki Tómas Skúraví (ég skúra sko í aukavinnu... hence Skúraví).

Góðar stundir.
Hagnaðurinn