föstudagur, júní 13, 2003

Starfsmaður Coke rekinn fyrir að dekka pepsí

Bandarískur vöruflutningabílstjóri sem vann fyrir Coca-Cola fyrirtækið hefur verið rekinn úr starfi eftir að hann sást drekka úr pepsí-flösku, að því er talsmaður stéttarfélags greindi frá í dag.
Rick Bronson, sem vann í 12 ár hjá stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims var rekinn eftir að einhver sagði fyrirtækinu frá því að hann væri að styðja óvininn.

Stéttarfélagið International Brotherhood of Teamsters segist ætla að berjast fyrir rétti Bronson. Þá segja talsmenn þess að Bronson hafi í rauninni verið rekinn vegna vinnu sinnar í þágu stéttarfélagsins fyrir þremur mánuðum.

Brottreksturinn kom eftir að hann sást á lager verslunar þangað sem hann var að flytja kók, þar sem hann sást sloka niður pepsíi. Branson telur að manneskjan sem sagði til hans hafi verið á launum hjá Coke við að elta hann og reyna að hafa eitthvað sökótt upp á hann.


Já, sumar fréttir eru skemmtilegri en aðrar.