sunnudagur, júní 22, 2003

Af ferðum Hagnaðarins...

Fimmtudagur:
Brá mér á tónleika á fimmtudagskvöldið. Það er alltaf gaman að fara á tónleika, og í rauninni gerir maður alltof lítið af því. Alltaf bara farið í bíó eða eitthvað álíka. Fór ásamt Atla og Ernu. Maus voru að spila. Maus eru ein besta íslenska hljómsveitin. Samt ekki alveg jafn góðir og Sigurrós, en þeir komast með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Sigurrós semur einfaldlega betri lög en aðrar sveitir, og það er það sem gerir þá einstaka. Allavega, þá skemmti ég mér alveg konunglega, og það þrátt fyrir að ég sé ekki konungborin.

Hérna má lesa umfjöllun Moggans um tónleikana.

Hagnaðurinn