sunnudagur, júní 22, 2003

Af ferðum Hagnaðarins...

Föstudagur:
Fór ásamt Daníeli spaníeli í keiluhöllina eftir vinnu. Það var áskorun og íþróttamót. Fyrst var farið í keilu. Þar vann ég mjög örugglega. Síðan var pool og vann ég þar einnig 3-2 í ‘best of five’ einvígi. Hafði ég verið 0-2 undir en reif mig upp og hafði sigur að lokum. Mótinu var svo slúttað með ‘best of five’ í þythokkí. Þar beið ég afhroð 0-3. Þetta er ekki íþrótt segi ég, þannig að tæknilega séð vann ég íþróttamótið 2-0. Vel að verki staðið hjá mér og til hamingju.

Um kvöldið var síðan hittingur að Hagnaðarheimilinu. Mættir voru áðurnefndur Atli og Erna, já og Daníel. Einnig mætti ólétta parið, Steinar og Frú. Tilefni hittings var að grilla og horfa á American Idol. Hvort tveggja tókst og gekk framar vonum. Ruben vann Idolið þrátt fyrir slæmt líkamlegt atgervi og óska ég honum til lukku. Lifðu í krukku.

Hagnaðurinn