Fréttir af fræga og fallega fólkinu...
... Byrjum á almúganum. Ég fór ásamt Hörpu, Danna+Kristjönu, Atla+Ernu, og Jóhönnu í keiluhöllina í gær. Gaman hef ég af keilu og þykir það skemmtilegt sport. Spilaður var einn leikur og var hann í rauninni allan tímann upphitun. Í rauninni bara stögl að ná yfir hundraðið. Þó fór svo að lokum að ég slefaði... og slefaði yfir 100, mér til mikillar gleði. Atli fór með sigur af hólmi nokkuð örugglega og Erna kom í öðru sæti. Vel að verki staðið hjá hjónakornunum að ná í gull og silfur. Spurning að fara bara í búðina
Gull og Silfur og gera góð kaup. En ekki fara í keilu ef það er diskókeila því það skemmir leikinn. Auk þess var Scooter spilaður full mikið.
.... Eftir keilu var farið á Hverfisbarinn. Skrítið að mæta þar edrú rétt eftir miðnætti. En samt gaman.
Ef það eru einhverjir einhleypir karlmenn sem eru að lesa þetta, þá myndi ég segja að það væri góð taktík að mæta snemma á Hverfis til að pikka upp kellingar, því þetta var alger kjötmarkaður. Ég veit samt ekki hvert kílóverðið er.
... Þegar leið á kvöldið fórum við að nálgast dansgólfið; eða öfugt, og ákváðum að koma okkur út. Mættum við þá í eitt megastórt 17 ára afmæli; alls 5000 manns boðið. Nenntum ekki að vera í þessi ammæli of fórum inná Kaffi Astró eða eitthvað álíka (þar sem Astró var áður, þegar Castró var bráður). Frekar slappur staður þó þar hafi verið taflborð og bókin
‘Tækniheimurinn’. Vondur Tuborg á krana. Skuggalegt fólk úr Skuggahverfinu. Og klósettinn.... oj, klósettin voru viðbjóður. Það var svona multi-pissuskál (sem maður sér gjarnan í útlöndum) þar sem allir pissa í sömu skálina... og hún var stífluð, þannig að maður var bara að míga í stóran fullan vask af pissi. Það er ekki geðslegt. Haldið ykkur frá þessu pleisi. Þá er skárra að bíða í röð á Hverfis eða Sólon.
... Að lokum var tekinn Nonni. Hann var ágætur. Hittum við þar Baldur Knúts og Posh, Bjaddna Þór og frú, og Markús borðtennissnilling og frú. Baldur var fullastur að venju og Bjaddni flottastur. Já, sumir hafa bara hlutskipti í lífinu. Svona erettabara.
Þetta var full langt. Styttra næst.
Hagnaðurinn