mánudagur, mars 24, 2008

Samanburður...

Jæja, 9 tóbakslausir dagar án Guðnýjar. Við fögnum því með samanburði á kellingaþáttum.

Ég er búinn að vera að setja mig inní málin síðustu daga. Fyrst tók ég Lipstick Jungle. Klukkutíma (40 mín) þættir, sýndir á NBC, 7 þættir komnir, frá sama höfundi og færði okkur (ykkur) SATC.

Þetta byrjaði alltílæ, ekki mikið meira en það, og ég er búinn að sjá 6 þætti. Þetta er þunnt. High flying corporate gellur í NY sem eiga við alls kyns vandamál að etja. Helsta vandamálið er hversu leiðinlegir aðal karakterarnir eru. Brooke Shields er ömurleg, Audrey Raines er enginn gella og ekki trúverðug og það er helst að Lindsay Price sýni smá tilþrif, enda lang sætust. Lipstick Jungle, vægi lítið.

Um svipað leiti fór ABC í loftið með Cashmere Mafia, en hann fjallar um high flying corporate gellur í NY sem eiga við alls kyns vandamál að etja. 7 þættir voru framleiddir og nú er búið að cancela þessu. Ég verð að segja að mér fannst Cashmere skárri þættir, en samt bölvað prump. Vægi í meðallagi.

Þá vitið þið það. Ég er búinn að front-runna þetta og þetta er varla tímans virði, sérstaklega þar sem þetta mun ekki lifa.

Efnisorð: