Gamall maður á bensínstöð...
Á laugardaginn tók ég fram hjólið úr kjallaranum og það var lint í dekkjunum, en ekki grútlint, svo ég komst heill á húfi á bensínstöð Skeljungs við Breiðholtsbraut.
Þar var gamall maður að pumpa í dekkin á gamla Volvonum sínum. Þegar mig bar að var hann að ljúka við framdekkið hægra megin. Ég tók lokin af ventlunum og tók mér stöðu.
Maðurinn hlunkast næst að afturdekkinu hægra megin og tekur loftþrýstingsmæli úr brjóstvasanum. Og hann byrjar að mæla. Hann mælir, tekur mælinn að auganu (nánast inní augað), hugsar, hleypir eilitlu lofti úr dekkinu, mælir, tekur mælinn að auganum, hugsar, o.s.frv. Það líða svona 2 mínútur. Allan þann tíma heldur gamli maðurinn á loftdælunni (pumpunni) í hendinni. Ég segi því:
"Fyrirgefðu, gæti ég nokkuð fengið að nota pumpuna á meðan þú klárar að mæla? Það tekur enga stund."
Gamli maðurinn stendur upp, móður, og það skín af sveittum skallanum. "Nei ungi maður, það geturðu ekki. Ég er að nota pumpuna. Sérðu það ekki?"
Ég: "Jújú, þú ert ekki beint að nota hana; heldur bara á henni. En þetta er ekkert mál. Ég bíð bara."
Nú gengur gamli sveitti nær mér og útlendingur sem stendur hjá horfir á mig með svip sem segir "hver djöfullinn er í gangi?" Gamli gerir sig svo sem ekki líklegan til að kýla mig enda ber ég með mér að ég hafi hlotið box-þjálfun. Þess í stað spyr sá gamli: "ert þú að stjórna þessu plani?" og réttir mér pumpuna, rýkur inní bíl og keyrir í burtu.
Þar var gamall maður að pumpa í dekkin á gamla Volvonum sínum. Þegar mig bar að var hann að ljúka við framdekkið hægra megin. Ég tók lokin af ventlunum og tók mér stöðu.
Maðurinn hlunkast næst að afturdekkinu hægra megin og tekur loftþrýstingsmæli úr brjóstvasanum. Og hann byrjar að mæla. Hann mælir, tekur mælinn að auganu (nánast inní augað), hugsar, hleypir eilitlu lofti úr dekkinu, mælir, tekur mælinn að auganum, hugsar, o.s.frv. Það líða svona 2 mínútur. Allan þann tíma heldur gamli maðurinn á loftdælunni (pumpunni) í hendinni. Ég segi því:
"Fyrirgefðu, gæti ég nokkuð fengið að nota pumpuna á meðan þú klárar að mæla? Það tekur enga stund."
Gamli maðurinn stendur upp, móður, og það skín af sveittum skallanum. "Nei ungi maður, það geturðu ekki. Ég er að nota pumpuna. Sérðu það ekki?"
Ég: "Jújú, þú ert ekki beint að nota hana; heldur bara á henni. En þetta er ekkert mál. Ég bíð bara."
Nú gengur gamli sveitti nær mér og útlendingur sem stendur hjá horfir á mig með svip sem segir "hver djöfullinn er í gangi?" Gamli gerir sig svo sem ekki líklegan til að kýla mig enda ber ég með mér að ég hafi hlotið box-þjálfun. Þess í stað spyr sá gamli: "ert þú að stjórna þessu plani?" og réttir mér pumpuna, rýkur inní bíl og keyrir í burtu.
Efnisorð: Hjólreiðar, Viðbjóður
<< Home