laugardagur, mars 22, 2008

Vika...

Í dag er ein vika síðan ég hætti í tóbakinu. Það eru 7 dagar; erfiðir dagar!

Það er stundum talað um að það taki 21 dag að losna við slæman ávana. Nikótín er samt ekki beint ávani, meira fíkn. Við erum því meira að tala um 5-7 daga til að losna við fíknina og svo kannski 2 vikur að losna við ávanann. Sjáum til, ég hef hætt áður. Vonum að ég sé núna að hætta í síðasta sinn.

Merkilegt samt að ég hef verið nánast óþreytandi í sykur og sætindi þessa vikuna og sef yfir meðaltali.

Efnisorð: