mánudagur, mars 31, 2008

Jóga...

Hagnaðurinn fór í jóga í morgun, í fyrsta sinn.

Þetta var rólegt.
Byrjað á slökun og þar lenti ég strax í vandræðum. Málið var að maður átti að finna kyrrlátan stað í náttúrunni þar sem manni leið vel og sólin skein á mann. Ég náði engan veginn að finna mér MINN STAÐ og því var hugurinn reikandi þegar hann átti að vera slakur; í slökun. Slllllaaaaakur.

Stríðsmaðurinn

Svo var farið í alls konar æfingar; ljónið tekið, stríðsmaðurinn, svanurinn o.s.frv. Liðleiki hefur aldrei verið minn styrkleiki. Þannig að heilt yfir var ég kjánalegur, en viljinn var nokkur, þrátt fyrir ákveðna fordóma.

Niðurstaða: Jóga einu sinni, veit ekki með aftur.

Efnisorð: