þriðjudagur, mars 18, 2008

Mælikvarði - tónlist

Ég nota ekki klukku/úr, hef aldrei gert og mun líklega aldrei gera. En stundum þarf ég að mæla tíma og þá nota ég oftast tónlist, eða símann minn ef það er í boði.

Í morgun ákvað ég að taka tímann hversu lengi ég væri að hjóla í vinnuna. Ég setti ipodinn á shuffle (þá ekki ipod shuffle heldur ipod nano) og ákvað bara að treysta á að fá fín lög. Þetta fékk ég:

1. Pulp - Disco 2000 (4:48): Ágætis lag af plötu sem mér þótti einu sinni fín, en í dag myndi mér aldrei detta í hug að spila hana.

2. 4 Non Blondes - What´s up (4:12): Átakanlega vont, ég ég lét mig hafa það. One hit wonder. Lag frá 1993, en hljómsveitin lagði upp laupana tveimur árum síðar.

3. MC Hammer - U can´t touch this (4:14): Pffff. Það eina sem fór í gegnum hausinn á mér voru einhver NBA Action highlights, Shawn Kemp og fleira. Vont lag.

4. Sigurrós - Hoppípolla (4:29): Hérna er ég kominn niðrá sprengisand og því sæmilega upphallandi brekkur framundan. Því er mikilvægt að hafa hressandi lag sem kemur líkama og sál í stuði. Sigurrós hefur slík áhrif á fólk.

5. Sigurrós - Glósóli (6:16): Tilviljun ein. Hér er ég að klífa brekkuna milli Grensásvegar og Háaleitisbrautar og gríðarlega gott að fá alvöru stuðlag. Lag sem hvetur mann áfram. Þetta var minn besti kafli og náði allt vestur að Landspítala og rúmlega það.

6. 2 Unlimited - No Limit (3:30): Kannski ekki draumaendir á epískri hjólreiðaferð, en ágætis stuð, og þá sérstaklega rapp-kaflinn. Þvílíkt innihald:

Hard to the core, I feel the floor
When I'm on the stage, yo, yo'll ask for more
I'm on the ass, I know the last
I work real hard do you like my cash
Tick tick ticka tick take your time
When I'm goin' I'm goin' for mine
Open you ears and you will hear it
I tell you this 'cause there's no limit!


Niðurstaðan er því þessi:
- 6 lög
- 27,4 mínútur

Efnisorð: , ,