mánudagur, mars 10, 2008

Árshátíð - punktar

Árshátíð Landsbankans var haldin í Egilshöll um helgina. Þetta var by far flottasta hátíð sem ég hef farið á.

* Benedikt Erlingsson var kynnir, stóð sig frábærlega, og maður fékk oft unaðsleg fóstbræðra flashbökk. Meðal annars brá hann sér í gervi spænsks söngvara og söng "heineken, rússagull".

* Mercedes Club steig á svið. Fyrst tóku þau e-ð lag sem var hræðilegt. Svo kom hóhó og það var eins og það er. Strax orðið þreytt. Síðan kom þriðja lagið. Ég er ekki viss hvort það hafi verið fyrsta lagið aftur, en það var allavega álíka ömurlegt. Niðurstaða og spá: Mercedes Club hafa toppað og gerðu það líklega í fyrsta sinn sem þó flutt hóhó lagið. Framtíðin á tónlistarsviðinu er ekki björt fyrir þennan hóp.

* Dívurnar voru frábærar. Þær tóku nokkra Bond-slagara og einnig In the name of love með U2. Líklega hápunktur kvöldsins...

* ... Ef Björn Jörundur hefði ekki mætt! En hann mætti og sló í gegn og ég persónulega skemmti mér best þegar hann átti sviðið.

* En óumdeildar kóngur kvöldsins var samt Páll Óskar. Þvílíkur performer. Hann mætti í einhverjum glimmerjakkafötum, tók 3 lög, fyllti dansgólfið á 10 sekúndum og það varð allt vitlaust. Algjör meistari, þó ég persónulega sé ekki fan #1.

* Aðrir? Bogomil Font ágætur, Helga Möller lala, Birgitta Haukdal ekki alveg að gera sig, Andrea Gylfa nehhhh, Baggalútsgæinn solid, og svo komu einhverjir fleiri.

* Maturinn var afbragð miðað við að það voru 2200 manns í húsinu, og svo var trompið. Þegar partýinu lauk um klukkan 2am var boðið uppá pítsur, kjúkling á spjóti og fleira. Algjör snilld. Hugmynd stolið úr brúðkaupi Jóns Ásgeirs segir sagan, en góð hugmynd engu að síður.

Árshátíð Landsbankans 2008. Fullt hús.

Efnisorð: ,