föstudagur, mars 07, 2008

Lebron...

Ég fór í Madison Square Garden á föstudaginn og sá heimamenn í NY Knicks mæta Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Þetta var alvöru leikur! Lebron með 50 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.



"one of the best nights of James' career" "To get a standing ovation in the greatest basketball arena in the world, it was a dream come true for me. It's one of the best things that ever happened to me."

Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá sjálfan Ari Gold, stundum kallaður Jeremy Piven, sitja á fremsta bekk og spjalla við Lebron þegar leikurinn var stopp. Þetta gerðist trekk í trekk eftir að Lebron var kominn með yfir 40 stig. Það var eins og hann væri að mana Lebron. Ari Gold er náttúrulega snillingur.

Annars var takmörkuð stemning í húsinu fyrir heimamönnum, enda geta þeir ekki blautan skít. Mesta fagnið átti sér stað þegar það voru sýndar myndir af leikmönnum NY Giants sem voru í húsinu og einnig þegar celebin voru sýnd. Þau voru nokkur.

Annars bara flottur leikur og geðveik höll.

Áfram körfubolti.

Efnisorð: ,