laugardagur, mars 29, 2008

KMH

Kristín María verður 2 ára eftir rúmar tvær vikur!


Ótengt þeim atburði fórum við í smá átak í svefnmálum. Það er nefnilega þannig að frá því að hún fæddist hefur hún verið svæfð. Það felur í sér að liggja hjá henni, lesa bók, segja sögu o.s.frv. Þetta hefur tekið svona 15-20 mínútur að meðaltali hjá mér en talsvert lengri tíma hjá Hörpu. Og aðalhættan var að sofna með henni, sem gerðist býsna oft. Núna á mánudaginn var hins vegar klippt á þetta og operation SOFA EIN hófst, og lauk svo með glæsibrag núna í kvöld.

Þetta gekk þannig fyrir sig að ég sat á stól við hliðina á rúminu og færði stólinn svo smám saman fjær rúminu. Á meðan leysti ég soduku þrautir. Fyrsta kvöldið leysti ég 3 þrautir, svo tvær, síðan eina, á fimmtudaginn kláraði ég enga og var kominn með stólinn útað hurð, í gærkvöldi var ég að mestu kominn útúr herberginu og rétt leit inn. Í kvöld var svo stóra prófraunin.

Ég lagði hana inn með Diego sínum, kyssti þau bæði og bauð góða nótt og fór svo út og hallaði hurðinni. Ekki múkk hjá minni. Fljótlega byrjuðu hins vegar að heyrast hljóð úr herberginu. Kristín María var byrjuð að segja Diego söguna um Gosa (saga sem ég sagði henni ansi oft fyrir svefninn), svo söng hún Daginn í dag (sunnudagaskóla-lagið snjalla), og ræddi málin svona almennt. Tíu mínútum seinna voru þau bæði sofnuð.
Posted by Picasa

Efnisorð: