Hjólreiðar....
Ég dró fram hjólið um helgina. Á laugardaginn gerði ég mér ferð í golfbúðina Hafnarfirði, bara svona uppá stemninguna. Það er tricky að hjóla þangað úr Norðlingaholtinu. Eðlilegast væri að hjóla meðfram Reykjanesbrautinni, en þar er enginn göngu- /hjólastígur. Ég fór því fjallabaksleið, í gegnum Kópavog og Garðabæ og kom inní Hafnarfjörð á bakvið Fjarðarkaup. Táknræn innkoma. Það kom svo í ljós að það sem ég ætlaði að kaupa í búðinni var ekki til. Ég hefði getað hringt og komist að því á 15 sekúndum. En það er ekki sama stemningin. Svo var hjólað heim. Í eyrunum var annars vegar nýja platan með UNKLE, sem er mjög góð, og hins vegar Hjaltalín platan frá því í fyrra, en hún er áheyrileg.
Í dag var hjólað í vinnuna í fyrsta sinn á þessu ári. Það viðraði vel til hjólreiða, en viðrar vel til einhvers annars? Viðrar vel til veikingar krónunnar?
Hins vegar er ástandið á götum og stígum ekki gott. Gísli Marteinn, ástandið er ekki gott!
Alltof mikið er um möl og sand og glerbrot á stígum. Þetta þarf að laga 1, 2 og Reykjavík. Gísli Marteinn, setja þetta í forgang.
Hálkublettir voru víða. Gísli Marteinn getur lítið gert við þeim. Vegna hálku var einungis hjólað á 80-85% hraða. Í logni á gangstétt með núll gráðu halla gerir það u.þ.b. 30 km/klst.
Ferðatími: 28 mínútur.
Tónlist: UNKLE.
Vægi: Mikið.
******
Í dag var hjólað í vinnuna í fyrsta sinn á þessu ári. Það viðraði vel til hjólreiða, en viðrar vel til einhvers annars? Viðrar vel til veikingar krónunnar?
Hins vegar er ástandið á götum og stígum ekki gott. Gísli Marteinn, ástandið er ekki gott!
Alltof mikið er um möl og sand og glerbrot á stígum. Þetta þarf að laga 1, 2 og Reykjavík. Gísli Marteinn, setja þetta í forgang.
Hálkublettir voru víða. Gísli Marteinn getur lítið gert við þeim. Vegna hálku var einungis hjólað á 80-85% hraða. Í logni á gangstétt með núll gráðu halla gerir það u.þ.b. 30 km/klst.
Ferðatími: 28 mínútur.
Tónlist: UNKLE.
Vægi: Mikið.
Efnisorð: Hjólreiðar, Tónlist
<< Home