laugardagur, ágúst 18, 2007

Typpakeppni bankanna...

Maraþon hjá Glitni og Landsbankinn með tónleika á menningarnótt. Kaupþing verður að gera eitthvað í málinu og halda uppá 25 ára afmæli (hér lítum við framhjá því að Búnaðarbankinn var stofnaður árið 1930 og Kaupþing var stofnað að vori til; það eru aukaatriði).

Gott og vel. Hver er með stærsta typpið? 45 þúsund manns á Laugardalsvelli!!!

Getur það staðist?
Vesturstúkan hefur 6300 númeruð sæti. Hún var þéttsetin, kannski 5000 manns. Svo var staðið á tæplega hálfum vellinum, og það ekkert rosalegt þétt. Getur verið að þar hafi verið 40 þúsund manns?

Árið 2004 hélt Metallica tónleika í Egilshöll. Höllin (heill fótboltavöllur) var stöppuð. Samt voru það "bara" 18 þúsund manns.

Ég fullyrði að það er ekki möguleiki að það hafi verið fleiri en 15 þúsund manns á vellinum í gær. Ég sé að Kári Sturluson tónleikahaldari er sammála því.

* Landsbankinn er með tónleika á Klamratúni í kvöld. Mun skemmtilegri dagskrá en á Laugardalsvelli. Ég spái því að 50 þúsund manns hið minnsta mæti á svæðið. Allavega skv fréttatilkynningum.

Efnisorð: ,