mánudagur, ágúst 06, 2007

Golfblogg, bestu bloggin

Klukkan 7 í morgun var ég mættur á teig uppá Korpúlfsstöðum ásamt Ben Crenshaw og Ian Poulter, vinnufélögum mínum. Blíðskaparveður og frábær félagsskapur.

Það gekk vel í dag -- besti hringur sem ég hef spilað. Greinum þetta saman:

* 84 högg (42/42)
* 39 punktar (19/20)
* 1 fugl, 7 pör, 7 skollar, 3 skrambar
* +2 eftir 7 holur en tveir skrambar fylgdu í kjölfarið
* Drævin voru góð - ég treysti á smá slæs og game-planið virkaði oftast
* 80-140 metra höggin aldrei verið stöðugri
* Aðeins tvö chip á hringnum og bæði skítsæmileg - minn veikasti hlekkur nota bene
* Slakastur á par 3 brautum... samtals 5 yfir á þeim, ég á einfaldlega ekki 160-190 metra kylfu í pokahorninu
* Púttin býsna góð

Ný forgjöf: 14,6

Efnisorð: