laugardagur, júlí 07, 2007

Golfblogg (bestu bloggin) - mótablogg

Ég er búinn að taka þátt í tveimur mótum nýlega; Arnold Palmer Invitational og Buick Open. Þau eru hluti af mótaröð á milli Hauger Woods (ég) og Bijay Swing (Biggington). Ef mér tekst að vinna hann í höggleik, þá borgar hann fyrir mig flug til Florida.

Arnold Palmer Invitational:
Leikið var á Svarfhólavelli á Selfossi þann 29. júní. Gestaspilarar voru Ólafur Þórisson og Sigmundur Sigurgeirsson. Veðrið var frábært og ég lék í lánsskóm af Nike-gerð. Golfið var spennandi allt fram á síðustu holu. Eftir 16 holur leiddi Bijay með einu höggi, en ég gaf aðeins eftir á síðustu tveimur og hann fór með sigur af hólmi.

Niðurstaða:
Bijay=89 högg (46/43) - 32 punktar
Hauger=93 högg (45/48) - 35 punktar

Buick Open:
Leikið var á Húsatóftavelli í Grindavík í dag 7. júlí. Gestaspilari var Ólafur Þórisson. Aftur var frábært veður og tee time klukkan 08:00 hafði lítil áhrif á menn.

Það voru miklar sveiflur á top of the leaderboard, og ég leiddi m.a. með 2 höggum eftir 8 holur. Singh kom hins vegar sterkur til baka og lék seinni 9 holurnar á 36 höggum; 1 yfir pari. Hann var vel að sigrinum kominn, og fékk t.d. 3 fugla á seinni 9. Sjálfur fékk ég fugl á 18 holu, sem þýddi að ég break-aði 90 og lækkaði í forgjöf. Mikilvægt að enda vel!

Niðurstaða:
Bijay=83 högg (47/36) - 34 punktar (24 á seinni 9)
Hauger=89 högg (49/40) - 37 punktar

Næsta mót:
AT&T Pro-am, tími og staðsetning auglýst síðar.

Efnisorð: