mánudagur, ágúst 06, 2007

Afþreying

The Simpsons:
Er þetta 148. besta mynd allra tíma? Nei kannski ekki. Engu að síður góð afþreying eins og við mátti búast, enda er Homer óborganlega fyndinn karakter. Þetta er spóla.

We are Marshall:
Sannsöguleg íþrótta-drama mynd með hinum kynþokkafulla Matthew McConnahí í aðalhlutverki. Oftast þoli ég ekki McConnahí, en mér fannst hann góður í þessari mynd, og þetta var alveg fín feel-good amerísk mynd. Alltof lítið gert af svoleiðis myndum. Mæli með þessari.

Vetrarborgin:
Níunda skáldsaga Arnaldar og líklega hans slakasta. Saga sem verður aldrei spennandi né áhugaverð og þetta prumpast bara áfram. Hvernig væri að taka sér frí ein jólin og koma svo sterkur til baka?

Viltu vinna milljarð
?
Ég hélt alltaf að þetta væri enn ein sjálfshjálparbókin, en svo er aldeilis ekki. Þessi saga fjallar um munaðarleysingja á Indlandi sem vinnur 1 milljarð rúpía í spurningaleik (það jafngildir rúmlega 1,5 ma.kr miðað við gengið í dag). Enginn trúir því að hann, vitleysingurinn!, hafi getað vitað svörin án þess að svindla. Bókin fjallar svo um það hvernig hann vissi hvert og eitt svar. Ég er kominn á spurningu 4 af 12 eða 13 og þetta er rosalega skemmtileg saga.

Efnisorð: ,