sunnudagur, ágúst 12, 2007

The Open

Á föstudagsmorgun klukkan 08:00 vorum við Biggington og Ólevik mættir á fyrsta teig á Korpunni. Það var mót: The Open.

Ég byrjaði illa á fyrstu en náði mér svo á strik. Sæmilegur sláttur en ekki súper. Skor eftir 9 var 44 högg, en keppninautur minn var á 45 höggum. Forysta, líkt og á fyrri tveimur mótum.

Svo gerðist það!
Við förum inní hús að fá okkur að borða. Eru ekki tvær gellur að vinna, og þar af önnur með "klíveds dauðans" svo ég vitni í annan félaga minn. Auk þess fóru 2 holl framúr okkur svo menn kólnuðu aðeins niður. Kom á daginn að ég fékk triple á tíundu og double á elleftu. Reyndar kom ég sterkur til baka á tólfu á nældi mér í fugl.

Það var svo allt í góðu og spennan í hámarki þegar ég er að fara að slá mitt fjórða högg inná par 5 fimmtándu. Nokkuð basic 125 metra högg með 8 járni. Þá kallar Biggington: "Brjóstin!"

Þetta sló mig útaf laginu, ég missti einbeitingu og boltann til hægri og endaði brautina á 9 höggum, 4 yfir pari.

Fór svo að lokum að ég endaði á 93 höggum (44/49) en Biggington lék á 91 höggi. Vel að sigrinum kominn, en ummæli hans á 15. braut hafa verið send erlendis til skoðunar. Hugsanlega kalla þau á 2 högg í víti.

Umfjöllun um Arnold Palmer Invitational og Buick Open.

Áfram Golf.

Efnisorð: