mánudagur, ágúst 06, 2007

BAUER?

Við Harpa skelltum okkur á Laugavatn í kvöld í smá heimsókn til vinafólks. Ansi fínt.

Á leiðinni heim erum við að keyra upp Kambana eins og gengur og gerist, og eftir síðustu beygjuna í Kömbunum kemur löng aflíðandi hægri beygja sem gott er að taka "run" og taka framúr hægfara druslum og fellihýsum. Gott og vel.

Ég er kominn á skrið, og er ekki einhver hægfara á vinstri akrein, og kemst ekki framúr (þarna er hann svona 100 metrum fyrir framan mig). "Hvað er í gangi" segi ég.

Svo komumst við nær honum og þá blasir við einkanúmerið hans: BAUER

Nokkur atriði:
* Jack Bauer keyrir hratt og örugglega en ekki með hálfum hug.
* Jack Bauer keyrir um á amerískum bíl, ekki innfluttum asískum bíl.
* Ef bílar eru fyrir Jack Bauer, þá skrúfar hann niður rúðuna og öskrar MOVE.
* Almeida eru 7 stafir.

Efnisorð: ,