fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Molar

* Ég er búinn að vera í "fríi" síðustu vikurnar. Fríið hef ég notað í að klára meistararitgerðina mína - meistaraverkið - ef svo má að orði komast. Meistaraverkið er orðið 55 bls. á lengd, innihaldsríkt og skemmtilegt, og ekki skemmir fyrir að niðurstöðurnar eru í takt við væntingar. Nú er bara að vona að leiðbeinandinn sé ekki of ósammála mér. Ég hreinlega verð að fara að klára þessa ritgerð - hún hefur verið in the back of my mind í 3 ár, og það er einfaldlega of langur tími. Ég setti mér það markmið að útskrifast núna í október. Markmið eru til að standa við þau.

* Útskriftinni verður fagnað með viðeigandi hætti... golfferð til Myrtle Beach í viku-10 daga. Ég hlakka óhugnanlega mikið til. Ég hlakka álíka mikið til að útskrifast og að fara út - en þetta helst í hendur.

* Það vill einmitt svo skemmtilega til að Biggington sjálfur er að fara í Coastal Carolina háskólann, þaðan sem ég útskrifaðist árið 2002. Biggington er skarpur strákur sem á eftir að standa sig vel.

* Clint Invitational golfmótið verður haldið á laugardaginn, á Menningar"nótt". Clint er menning. Kannski lágmenning, en menning engu að síður. Ég stefni á sigur á mótinu. Stærsti sigurinn er samt að vera með. Í fyrra var ég ekki með vegna meiðsla, sem var bagalegt. Það verður því einkar gaman að fá að vera með í ár og spila á einum glæsilegasta golfvelli landsins.

* Kaupþing fagnar 25 ára afmæli á morgun. Búnaðarbankinn á skv því afmæli þann 29. febrúar. Ég spái Elton John hryllingi á laugardalsvelli annað kvöld.

Efnisorð: , ,