föstudagur, júní 30, 2006

Íþróttameiðsl...

Í gærkvöldi spilaði ég leik með FC Bootcamp. Ég entist í 3 mínútur!

Á þriðju mínútu leiksins kemur einn 30 kg of þungur og straujar mig. Ég heyrði smell. Eitthvað gaf sig í hægra hnénu.

Læknirinn á hinnu eitur-hægu bráðamóttöku sagði að hnéð væri of bólgið til að meta hvað hefði gefið sig, en útilokaði þó krossbönd. Það voru gleðifréttir.

Eftir viku/10 daga verður tekið staðan á hnénu aftur. Þangað til ætla ég að slappa af uppí sumarbústað.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, júní 28, 2006

Hrós...

Gunnar Jarl Sægreifi fær hrós fyrir að slá Engjaselið í dag. Vel gert. Kannski engin snoðun, en sæmileg burstaklipping.

Friðrika í Íslandi í dag er rosalega sæt.

Leikmenn enska landsliðsins - Punk'd

Youtube.

Nokkuð fyndið, verð ég að segja.

Tvær skemmtilegar fótboltafréttir...

mánudagur, júní 26, 2006

Rúsínubollan í sturtu...

Litla skottan fór í sína fyrstu sturtuferð fyrr í kvöld.
Hún var dálítið smeyk til að byrja með...

... en varð fljótlega mjög sátt með þetta.

 Posted by Picasa

sunnudagur, júní 25, 2006

Fótboltaferillinn - tímamót

- Ég byrjaði að æfa fótbolta í júní árið 1990 (að mig minnir) með Leikni Reykjavík. Eftir 3 vikna æfingar fórum við á Tommamótið í Eyjum. Okkur gekk illa. Bjarni Guðjónsson var valinn besti leikmaðurinn og Lalli "rauði" Grétars lyfti lóðum í íþróttahúsinu. Þetta var skemmtileg ferð.

- Frá 5.flokki uppí meistaraflokk spilaði ég með Fram, fyrir utan Gumma-Torfa-árið þegar ég spilaði með ÍR.

- Ég spilaði með undir 16 ára og undir 18 ára landsliðum Íslands.

- Ég spilaði í 2 ár með Coastal Carolina University í bandaríska háskóla fótboltanum.

- Ég hef spilað með 3 utandeildarliðum; Strumpum, TLC og FC Bootcamp.


Þetta eru alls 16 ár af fótbolta og ég hef séð ýmislegt og lent í ýmsu. En í kvöld lenti ég í atviki sem ég hef aldrei lent í áður. Andstæðingur gekk upp að mér seint í leiknum og sagði:
"Ef þú kemur aftur svona aftan í bakið á mér, þá gef ég þér olnbogaskot og rota þig".
"Ha, rota mig? Þá færðu rautt spjald og verður rekinn útaf," sagði ég.
"Mér er alveg sama," svarði félaginn.

Næst þegar ég fékk boltann klobbaði ég hann svo all illilega. Hann var brjálaður, en rotaði mig þó ekki.

Það er kannski aukaatriði, en liðið er kennt við útdauðan fugl og kemur frá Keflavík.

820 íbúðir?
Issssssssssssssss

820 íbúðir...

Í morgun átti ég leið suður á Keflavíkurflugvöll.

Þar sem ég keyrði framhjá því sem áður hét Ytri-Njarðvík sé ég stórt skilti sem á stendur stórum stöfum "820 nýjar íbúðir".

Segjum að það búa að meðaltali rúmlega 3 í íbúð, þá erum við að tala um 3000 manns. Þrjú þúsund manns sem þurfa að flytja til Keflavíkur!!! Og það á sama tíma og herinn er að fara, og allt að fara til andskotans (skv. fjölmiðlum).

Ég veit það ekki. Núna búa um 11 þús manns í því sem heitir Reykjanesbær. Viljum við fjölga þeim? Ef svo er, þá þurfa lögreglumenn að vera að minnsta kosti 10% af þessari aukningu.

Hvað með allar byggingarnar sem herinn skilur eftir sig? Ætlar enginn að búa þar?

laugardagur, júní 24, 2006

Brandarar...

Mönnum er oft stillt upp við vegg og við þá sagt:
"Hey, segðu mér brandara"

Panika menn þá oftast og þykjast ekkert muna neinn góðann. Þetta vandamál ætti núna að heyra sögunni til.

Hér er einn stuttur og góður:
Valgerður Sverrisdóttir er utanríkisráðherra.

Eftir tæpt ár breytist brandarinn lítillega:
Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra.

Sigurrós á Miklatúni...

Núna eru allir að tala um Sigurrós á Miklatúni.
"Sigurrós Sigurrós" segja menn.

Það er verið að tala um síðustu helgina í júlí og frítt inn. Sannkölluð þjóðhátíð. Þetta hefur samt ekki fengist staðfest.

Ég sá reyndar Gogga (Georg Hólm, sonur nafna míns) bassaleikara í barnaversluninni Einu Sinni Var núna um daginn. Þar var hann ásamt Sölku dóttur sinni að skoða barnadót. Ég hefði átt að spyrja hann útí þetta, en ég lét það vera. Það hefði verið hálf asnalegt.

Goggi er samt töff gæi, og líklega sá mest normal af þeim félögum.
Rifjum nú upp saman skemmtilegt viðtal úr myndinni Popp í Reykjavík, ásamt flutningi á laginu Ný Batterí (fyrir texta), live í Loftkastalanum, var það ekki.



Við skulum nú biðja saman.

föstudagur, júní 23, 2006

Brazzarnir...

Risinn er vaknaður!

Hlunkaldo er ennþá með touch-ið.
Ronaldinho farinn að brosa.

Brasilía - Ghana:
Þriðjudaginn klukkan 15:00.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Golfblogg...

Klukkan 07:30 lögðum við Biggington af stað á Helluna. Við spiluðum 18 í blíðskaparveðri.

Helstu afrek dagsins:
1 par
2 brenndir handleggir
1 brenndur háls
Almennur roði í andliti

Biggington sýndi sínar bestu hliðar og kom í hús á 10 yfir.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Barcelona 2006-2007

Svona mun treyja næsta árs líta út:
Ég reikna með að taka Andrés Iniesta (#24).

Til samanburðar, þá lítur treyja tímabilsins 2005-2006 svona út:

mánudagur, júní 19, 2006

Golfblogg og VBV...

Fór eldsnemma í gær ásamt Andrési Jónssyni og spilaði Selfossvöllinn. Ég var fyrstur á völlinn í annað sinn á þremur vikum. Góður árangur það.

Spilamennskan var hins vegar slök. Fyrri 9 voru þokkalegur og skorið 49 högg og 16 punktar. Hins vegar var ég arfaslakur á seinni 9 og fór á 56 höggum og 8 punktum.

Samantakt:
106 högg
24 punktar
Ný forgjöf = 16,9


********************************

Í kvöld fór ég og spilaði 9 holur á Hlíðavelli í Mosfellsbæ ásamt Óla Löngum Glæpon. Sökum Kvennadagsmóts var ekki spilað 18.

Steady spilamennska:
7 skollar
1 par
1 sprengja (10 högg)
48 högg samtals
18 punktar (spilað á getu)


********************************

Eftir golfið fórum við inní klúbbhús/kofa og fengum okkur í gogginn og horfðum á síðasta hálftímann í viðureign Spánverja og Túnis. Þar var Valtýr Björn Valtýsson einnig og óþekktur gestur.

Fljótlega skoraði Fernando Torres annað mark Spánverja og kom þeim yfir. Hugsanlegt er að Valtýr hafi talið okkur vera vitleysinga og kallaði hátt og snjallt með hreim og öllu:

"Ferrrnando Torrrees."

Ég þurfti ekki að líta á Óla.
Ég fann að hann var að hugsa það sama og ég.

"Ferrrnando Torrrees."

********************************

Ég hef auk þess bætt inn tveimur nýjum linkum:
1) Zygmarr. Sigmar Guðmundsson Kastljósmaður er með ansi skemmtilegt blogg.
2) Orðið á götunni. Nýjastu fréttir af pólitík, fjölmiðlum og viðskiptalífi. Fersk síða.

laugardagur, júní 17, 2006

Þýskaland - HM

Hvern langar að koma með mér til Þýskalands í nokkra daga, kíkja á stemninguna og freista gæfunnar með að komast á leik?????

Þetta gæti orðið eitthvað!

föstudagur, júní 16, 2006

Sjónvarpsþættir...

Ég er búinn að klára 3 seríur núna síðustu daga. Þetta eru 24 (season 5), Prison Break (season 1) og núna síðast Lost (season 2).

*********************************

24 eru náttúrulega bestu þættir sem gerðir hafa verið. Þetta veit flest fólk. Ég varð ekki svikinn af þessari seríu, en það má samt sem áður segja að þetta hafi ekki verið besta serían.

Prison Break kom skemmtilega á óvart. Þar eru á ferðinni vandaðir þættir sem vonandi lenda ekki í Lost-vandanum.

Kláraði svo Lost í gær.
Jedúddamía. Þvílíkur endir á fáránlegri seríu. Ég veit í rauninni ekki alveg af hverju ég er að eyða tímanum í að horfa á þessi ósköp. Það er ekki beint að mig langi til þess. Meira svona að ég vilji vita hvernig þetta helvíti endar; ef þetta endar þá einhvern tímann. Lost er eins og Phil Mikelson. Það er eitthvað sem ég fíla við hann sem ég get ekki alveg útskýrt, en samt fer hann óendanlega í taugarnar á mér. Hvað varð annars um ísbirnina, vörtusvínin, gírffana, skrímslin, svarta reykinn og allt hitt fáránlega BULLIÐ í Lost?

*********************************

Núna á ég eftirfarandi seríur inni:
American Dad, Band of Brothers, CSI, Family Guy, My name is Earl og Over There.

Over There er stærsta yfirvigtin til skamms tíma.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Logi Bergmann með gullkorn...

"Þetta er undarlegra en Orkuveitu-auglýsingin"

... sagði Logi um skot Peter Crouchinho Crouchinator í fyrri hálfleik gegn Trinidad & Tobacco.

Fyndið dómsmál...

Mál þetta var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, dagsettri 12. apríl 2006, á hendur Sunday Osemwengie, nígerískum ríksiborgara fæddum 24. nóvember 1974, búsettum að Plaza Orense 71 c, Fuenlabrada, Madrid á Spáni, og Nosa Gibson Ehiorobo, nígerískum ríkisborgara, fæddum 21. apríl 1980, búsettum að Plaza Orense 71 c, Fuenlabrada, Madrid á Spáni, „fyrir fjársvik með því að hafa þann 16. mars 2006 í íbú ð að Ásholti 2 í Reykjavík með blekkingum fengið Stefán Einarsson kt. 140148-8149 til að afhenda sér 100.000 evrur í reiðufé í eigu Stefáns og Fríðu Maríönnu Stefánsdóttur, kt. 240476-5339, en blekkingarnar voru í því fólgnar að ákærðu hagnýttu sér þá röngu hugmynd Fríðu Maríönnu og Stefáns um að ákærðu gætu umbreytt, með sérstökum efnum, pappírsörkum í seðlastærð væri þeim ásamt reiðufénu komið fyrir í sérstöku umslagi og að með því hafi féð átt að tvö- til þrefaldast, en eftir að reiðuféð ásamt pappírsörkunum hafði verið sett í þar til gert umslag skiptu ákærðu á því og umslagi sem einungis innihélt svartar pappírsarkir í seðlastærð og afhentu Stefáni það í stað umslagsins með reiðufénu sem þeir komu undan og hugðust fara með af landi brott er þeir voru stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli að morgni föstudagsins 17. mars 2006.


Sjá allan dóminn hérna.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Eiður til Barcelona...

Eins og flestir vita væntanlega núna, þá er Eiður Smári búinn að gera 4 ára samning við Evrópumeistara Barcelona.

Ég tel þetta styrkja liðið, en finnst verðið soldið hátt. Ég er sáttur.

Á myndinni sést Eiður gangast undir læknisskoðun í glæsilegum netabol sem hann fékk lánaðan hjá Baldri Knútssyni.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Tilraun...

Ég prófaði að leggja Kristínu Maríu í vögguna sína, stakk uppí hana snuði, og setti svo hina frábæru ( ) með Sigurrós á fóninn.

Untitled 2 er í gangi og hún steinsefur, og hefur ekki gefið frá sér eitt hljóð.

Erlendis...

Í morgun hjólaði ég um bæinn, enda í stuttu sumarfríi.

Ég fór m.a. í gegnum Miklatúnið, við Kjarvalsstaði. Alla jafna fer ég í kringum túnið, en í dag fannst mér sniðugt að fara þarna í gegn. Ég fór hægt yfir og skoðaði aðstæður og reyndi að sjá fyrir mér útitónleika Sigurrósar þarna þann 29. eða 30. júlí næstkomandi.

Þetta var fögur ímyndun. Eitthvað svo erlendis, eins og stundum er sagt.
Og tónlistin himnesk.

****************************

Á Miklatúni var líka gamall maður með golfkylfu og sló af áfergju. Kúlan fór beint áfram, en ákaflega stutt. Hugsanlega var þetta Daði Guðmundsson í dulargervi.

Brazil...

HM er að byrja eftir 20 mínútur þegar Brasilía mætir Króötum.

Það má búast við flugeldasýningu, og algerri andstæði við það sem Frakkar sýndu fyrr í dag. Það er allavega nóg af tívolíbombum, og vonandi að það verði nóg af eldi.

Spá:
4-0.

mánudagur, júní 12, 2006

Harry Kewell...

... er loksins búinn að klippa sig.

Ég kunni aldrei við hann með síða hárið og taglið. Nú er bara spurning hvort Ronaldinho fylgi fordæmi hans og láti krullurnar flakka.

sunnudagur, júní 11, 2006

Steggjun...

Í gær var Grái Glæponinn, a.k.a. Óli, a.k.a. Langur, steggjaður.

Steggjunin þótti takast vel.
Steggurinn entist til miðnættis og aðeins einn gisti fangageymslur.

Álgerður...

Er ekki lengur Álgerður, heldur er hún orðin utanríkisráðherra.

Hvaða snillingi datt í hug að þetta gæti verið gott fyrir þjóðina??

föstudagur, júní 09, 2006

HM hefst í dag...

... og ég held með Brasilíu, líkt og áður.

Áfram Brasilía.
Áfram fótbolti.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Þrennt...

A.
V for Vendetta.
Virkilega góð mynd. Frábær og frumleg.

B.
16 Blocks.
Ekki góð mynd. Ófrumleg og fyrirsjáanleg.
Það er ekki nóg að myndin eigi að gerast í rauntíma og aðalpersónan heitir Jack. Þetta er formúla sem virkar ekki alltaf. Vantar kjöt á beinin.

C.
Belle & Sebastian.
Stórfengleg hljómsveit sem spilar á Nasa þann 27. júlí næstkomandi. Ég er kominn með miða.

Takk og bless,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, júní 07, 2006

Í fréttum er þetta helst...

HM...

Staðreynd:
Frá árinu 1938, fyrir utan árið 1978, hefur Brasilía og/eða Þýskaland spilað úrslitaleik Heimsmeistaramótsins.

Ályktun:
Brasilía og/eða Þýskaland spila úrslitaleikinn í sumar.

Hafið þetta í huga þegar þið byrjað að veðja.

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, júní 05, 2006

Framsóknarflokkurinn...

Nú liggur fyrir að Halldór Ásgrímsson, nágranni minn og Framsóknarmaður, hefur ákveðið að segja af sér. Geir H. Haarde mun taka við sem forsætisráðherra, og svo verður restin mixuð einhvern veginn.

Eru þetta ekki bara gleðitíðindi?

Ég ætla samt ekki að láta nein risastór orð falla, en Finnur?
Hann getur ekki verið málið, er það.

Munum, og gleymum aldrei:
Púúúú á Framsóknarflokkinn.

Klassískar hjólreiðar í Reykjavík...

Lagalisti ferðarinnar var sérlega hressandi. Ég mæli sérstaklega með Arcade Fire feat. David Bowie. Stórkostlegt lag!

Marching Bands of Manhattan – Death Cab for Cutie
Love Spreads – The Stone Roses
Processed Beats - Kasabian
Better Man – Pearl Jam

Wake Up – The Arcade Fire (x2)

Live Forever - Oasis
At the Bottom of Everything – Bright Eyes
Old Soul Song – Bright Eyes
Do You Want To – Franz Ferdinand

sunnudagur, júní 04, 2006

Hjólreiðar í Reykjavík...

Hagnaðurinn gefur ekkert eftir í hjólreiðum, enda engin ástæða til, og skellti hann sér í smá ferðalag núna eftir hádegið.

Leiðin lá í gegnum Bakkahverfið (Skuggahverfið), síðan allan Elliðaárdalinn, meðfram Geirsnefi, í gegnum Bryggjuhverfið, umhverfis Hamrahverfið, svo var zik-zak-að um iðnaðarhverfið í Ártúnsholtinu, yfir Elliðaárstífluna (sem er ekkert að stífla) upp löngu Hólabrekkuna, og svo heim í Seljahverfið.

Þetta gerði ég til að sjá Hamrahverfið, sem ég hef aldrei skoðað að neinu viti. Hamrahverfið virkar sem hálfgert snobbhverfi, allavega séð utan frá. Hvert stórhýsið á fætur öðru, með sólpöllum, heitum pottum og að sjálfsögðu trampólínum (án öryggisnets að sjálfsögðu). Inní miðju hverfinu er hins vegar e-ð um fjölbýli. Mér leist vel á Hamrahverfið og gæti vel hugsað mér að búa þar.

Við enda Hamrahverfisins er Gufunesið, og einhvers staðar á þessum slóðum kemur hin margumtalaða Sundabraut. Ég reyndi að sjá hana fyrir mér. Það mistókst.

Lagalisti dagsins í dag:
Svefn-g-englar - Sigurrós
Times Like These – Foo Fighters
Numb – U2
My Name is Jones - Weezer
Frenchy, I´m Faking – Architecture in Helsinki
Cygnus... vismund cygnus – The Mars Volta
Road to Joy – Bright Eyes
Another Travelinð Song – Bright Eyes
Stuck in a Moment – U2
A Tropical Rainforest – Sounds of Nature


Lagalisti gærdagsins:
The Only One I Know - Charlatans
New York, New York – Ryan Adams
Suspicious Minds – Elvis Presley
Rock Star – N.E.R.D.
The Way I am - Eminem
Lonely Soul – U.N.K.L.E.
You only get what you give – New Radicals

laugardagur, júní 03, 2006

Hjólreiðar í Kópavogi...

“Það er gott að búa í Kópavogi” sagði Gunnar Jabba Birgisson fyrir sveitastjórnarkostningarnar á dögunum. Það má vel vera, enda er bænum stjórnað af Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum. Reyndar komst Smúll Ö. Erlingsson ekki til valda, en hans tími mun koma.

Ég þekki samt aðallega nýju hverfi Kópavogs, svona í 1 km radíus frá Smáralind, ef það er einhver mælikvarði. Auk þess þekkir maður aðeins austasta hluta bæjarins. En gamla Kópavog þekki ég lítið og fór því á stúfana með hjólið og Ipod Mini að vopni.

Leiðin lá frá Seljahverfinu yfir í Kópavog, upp Hlíðarhjallann, að Digranesskóla, vestur eftir Digranesvegi/Borgarholtsbraut og inná Kópavogsbraut. Þarna er ég ca staddur hjá sundlaug Kópavogs og klárlega kominn í gamla bæinn. Ég held svo áfram eftir Kópavogsbrautinni þangað til hún verður Kársnesbraut. Þar staldraði ég aðeins við.

Frá Kársnesbrautinni sér maður vel yfir Fossvoginn, og Nauthólsvíkin, flugvöllurinn og kirkjugarðurinn blasa við manni. Auk þess sá ég í fyrsta sinn (að ég held) hin margumtöluðu Löngusker. Veit ég ekki hvort það var flóð eða fjara, en skerin sáust vel. Ég veit það ekki, er þetta málið? Ég held að málið sé allavega klárlega að færa flugvöllinn , og það sem fyrst. Ég er núna að skoða þetta á korti í nýju símaskránni og myndir ljúga sjaldnast...

Flugvöllurinn tekur ca jafn mikið pláss og landsvæðið innan Snorrabrautar – Hringbrautar – Tjarnargötu – Sæbrautar. Niðurstaða: burt með flugvöllinn.

Minn besti golfhringur...

Í morgun vaknaði ég klukkan 06:30. Ég var nokkuð hress enda fyrirhugað að spila golf ásamt Ólafi Þórissyni á Svarfhólsvelli á Selfossi. Brottför var klukkan 08:00. Á Hellisheiðinni var logn, og sól skein í heiði. Nánast heiðskýrt.

Spilamennskan var í takt við veðrið.

Ég lék fyrri 9 holurnar á 43 höggum, og seinni 9 á 45 höggum.
= 88 högg (41 punktur) og minn besti hringur frá upphafi staðreynd.

Forgjör fyrir: 18,3
Forgjöf eftir: 16,8

Tölfræði:
1 fugl
4 pör
10 skollar
2 skrambar
1 sprengja

Það er fátt skemmtilegra en að spila golf, og ekki skemmir fyrir að gera það í góðu veðri. Góð spilamennska er svo bara bónus.

Clint Invitational golfmótið verður haldið á Svarfhólsvelli seint í júlímánuði. Ég mun mæta tilbúinn til leiks.

*************************

Merkileg staðreynd:
Ég er búinn að fara 5 sinnum í golf á þessu ári; 18 holur á Flúðum, 9 holur á Skaganum, 9 holur á litla vellinum á Korpu, 9 holur á Ljúflingi (Oddi) og 18 holur í dag.

Allar þessar holur hef ég spilað með sömu kúlunni, Nike 1.


Kveðja,
Hauger

fimmtudagur, júní 01, 2006

Paul McCartney, Bon Jovi og Oasis...

Paularinn verður 64 ára þann 18. júní, hjá því verður ekki komist nema kappinn gefi upp öndina. Rifjum upp skemmtilegan texta af því tilefni, við lag sem Paul samdi þegar hann var 17 ára.

When I get older, losing my hair, many years from now,
Will you still be sending me a Valentine,birthday greetings, bottle of wine?
If I'd been out 'till quarter to three,would you lock the door?
Will you still need me, will you still feed me,
When I'm sixty-four?

Ljóst er að Heather Mills þurfti ekki á 64 ára gömlum Paul að halda.

*********************************

Bon Jovi er að gera það gott á bandaríska country-listanum.

Lifi kántríið.

*********************************

Og þá er það loksins ljóst, sem ég hef vitað lengi.

Definitely Maybe með Oasis er besta plata allra tíma.