fimmtudagur, júní 15, 2006

Fyndið dómsmál...

Mál þetta var höfðað með ákæru lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli, dagsettri 12. apríl 2006, á hendur Sunday Osemwengie, nígerískum ríksiborgara fæddum 24. nóvember 1974, búsettum að Plaza Orense 71 c, Fuenlabrada, Madrid á Spáni, og Nosa Gibson Ehiorobo, nígerískum ríkisborgara, fæddum 21. apríl 1980, búsettum að Plaza Orense 71 c, Fuenlabrada, Madrid á Spáni, „fyrir fjársvik með því að hafa þann 16. mars 2006 í íbú ð að Ásholti 2 í Reykjavík með blekkingum fengið Stefán Einarsson kt. 140148-8149 til að afhenda sér 100.000 evrur í reiðufé í eigu Stefáns og Fríðu Maríönnu Stefánsdóttur, kt. 240476-5339, en blekkingarnar voru í því fólgnar að ákærðu hagnýttu sér þá röngu hugmynd Fríðu Maríönnu og Stefáns um að ákærðu gætu umbreytt, með sérstökum efnum, pappírsörkum í seðlastærð væri þeim ásamt reiðufénu komið fyrir í sérstöku umslagi og að með því hafi féð átt að tvö- til þrefaldast, en eftir að reiðuféð ásamt pappírsörkunum hafði verið sett í þar til gert umslag skiptu ákærðu á því og umslagi sem einungis innihélt svartar pappírsarkir í seðlastærð og afhentu Stefáni það í stað umslagsins með reiðufénu sem þeir komu undan og hugðust fara með af landi brott er þeir voru stöðvaðir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli að morgni föstudagsins 17. mars 2006.


Sjá allan dóminn hérna.