sunnudagur, júní 25, 2006

820 íbúðir...

Í morgun átti ég leið suður á Keflavíkurflugvöll.

Þar sem ég keyrði framhjá því sem áður hét Ytri-Njarðvík sé ég stórt skilti sem á stendur stórum stöfum "820 nýjar íbúðir".

Segjum að það búa að meðaltali rúmlega 3 í íbúð, þá erum við að tala um 3000 manns. Þrjú þúsund manns sem þurfa að flytja til Keflavíkur!!! Og það á sama tíma og herinn er að fara, og allt að fara til andskotans (skv. fjölmiðlum).

Ég veit það ekki. Núna búa um 11 þús manns í því sem heitir Reykjanesbær. Viljum við fjölga þeim? Ef svo er, þá þurfa lögreglumenn að vera að minnsta kosti 10% af þessari aukningu.

Hvað með allar byggingarnar sem herinn skilur eftir sig? Ætlar enginn að búa þar?