Sjónvarpsþættir...
Ég er búinn að klára 3 seríur núna síðustu daga. Þetta eru 24 (season 5), Prison Break (season 1) og núna síðast Lost (season 2).
24 eru náttúrulega bestu þættir sem gerðir hafa verið. Þetta veit flest fólk. Ég varð ekki svikinn af þessari seríu, en það má samt sem áður segja að þetta hafi ekki verið besta serían.
Prison Break kom skemmtilega á óvart. Þar eru á ferðinni vandaðir þættir sem vonandi lenda ekki í Lost-vandanum.
Kláraði svo Lost í gær.
Jedúddamía. Þvílíkur endir á fáránlegri seríu. Ég veit í rauninni ekki alveg af hverju ég er að eyða tímanum í að horfa á þessi ósköp. Það er ekki beint að mig langi til þess. Meira svona að ég vilji vita hvernig þetta helvíti endar; ef þetta endar þá einhvern tímann. Lost er eins og Phil Mikelson. Það er eitthvað sem ég fíla við hann sem ég get ekki alveg útskýrt, en samt fer hann óendanlega í taugarnar á mér. Hvað varð annars um ísbirnina, vörtusvínin, gírffana, skrímslin, svarta reykinn og allt hitt fáránlega BULLIÐ í Lost?
Núna á ég eftirfarandi seríur inni:
American Dad, Band of Brothers, CSI, Family Guy, My name is Earl og Over There.
Over There er stærsta yfirvigtin til skamms tíma.
*********************************
24 eru náttúrulega bestu þættir sem gerðir hafa verið. Þetta veit flest fólk. Ég varð ekki svikinn af þessari seríu, en það má samt sem áður segja að þetta hafi ekki verið besta serían.
Prison Break kom skemmtilega á óvart. Þar eru á ferðinni vandaðir þættir sem vonandi lenda ekki í Lost-vandanum.
Kláraði svo Lost í gær.
Jedúddamía. Þvílíkur endir á fáránlegri seríu. Ég veit í rauninni ekki alveg af hverju ég er að eyða tímanum í að horfa á þessi ósköp. Það er ekki beint að mig langi til þess. Meira svona að ég vilji vita hvernig þetta helvíti endar; ef þetta endar þá einhvern tímann. Lost er eins og Phil Mikelson. Það er eitthvað sem ég fíla við hann sem ég get ekki alveg útskýrt, en samt fer hann óendanlega í taugarnar á mér. Hvað varð annars um ísbirnina, vörtusvínin, gírffana, skrímslin, svarta reykinn og allt hitt fáránlega BULLIÐ í Lost?
*********************************
Núna á ég eftirfarandi seríur inni:
American Dad, Band of Brothers, CSI, Family Guy, My name is Earl og Over There.
Over There er stærsta yfirvigtin til skamms tíma.
<< Home