laugardagur, júní 24, 2006

Brandarar...

Mönnum er oft stillt upp við vegg og við þá sagt:
"Hey, segðu mér brandara"

Panika menn þá oftast og þykjast ekkert muna neinn góðann. Þetta vandamál ætti núna að heyra sögunni til.

Hér er einn stuttur og góður:
Valgerður Sverrisdóttir er utanríkisráðherra.

Eftir tæpt ár breytist brandarinn lítillega:
Valgerður Sverrisdóttir var utanríkisráðherra.