þriðjudagur, júní 13, 2006

Erlendis...

Í morgun hjólaði ég um bæinn, enda í stuttu sumarfríi.

Ég fór m.a. í gegnum Miklatúnið, við Kjarvalsstaði. Alla jafna fer ég í kringum túnið, en í dag fannst mér sniðugt að fara þarna í gegn. Ég fór hægt yfir og skoðaði aðstæður og reyndi að sjá fyrir mér útitónleika Sigurrósar þarna þann 29. eða 30. júlí næstkomandi.

Þetta var fögur ímyndun. Eitthvað svo erlendis, eins og stundum er sagt.
Og tónlistin himnesk.

****************************

Á Miklatúni var líka gamall maður með golfkylfu og sló af áfergju. Kúlan fór beint áfram, en ákaflega stutt. Hugsanlega var þetta Daði Guðmundsson í dulargervi.