föstudagur, júní 30, 2006

Íþróttameiðsl...

Í gærkvöldi spilaði ég leik með FC Bootcamp. Ég entist í 3 mínútur!

Á þriðju mínútu leiksins kemur einn 30 kg of þungur og straujar mig. Ég heyrði smell. Eitthvað gaf sig í hægra hnénu.

Læknirinn á hinnu eitur-hægu bráðamóttöku sagði að hnéð væri of bólgið til að meta hvað hefði gefið sig, en útilokaði þó krossbönd. Það voru gleðifréttir.

Eftir viku/10 daga verður tekið staðan á hnénu aftur. Þangað til ætla ég að slappa af uppí sumarbústað.

Kveðja,
Hagnaðurinn