sunnudagur, júní 04, 2006

Hjólreiðar í Reykjavík...

Hagnaðurinn gefur ekkert eftir í hjólreiðum, enda engin ástæða til, og skellti hann sér í smá ferðalag núna eftir hádegið.

Leiðin lá í gegnum Bakkahverfið (Skuggahverfið), síðan allan Elliðaárdalinn, meðfram Geirsnefi, í gegnum Bryggjuhverfið, umhverfis Hamrahverfið, svo var zik-zak-að um iðnaðarhverfið í Ártúnsholtinu, yfir Elliðaárstífluna (sem er ekkert að stífla) upp löngu Hólabrekkuna, og svo heim í Seljahverfið.

Þetta gerði ég til að sjá Hamrahverfið, sem ég hef aldrei skoðað að neinu viti. Hamrahverfið virkar sem hálfgert snobbhverfi, allavega séð utan frá. Hvert stórhýsið á fætur öðru, með sólpöllum, heitum pottum og að sjálfsögðu trampólínum (án öryggisnets að sjálfsögðu). Inní miðju hverfinu er hins vegar e-ð um fjölbýli. Mér leist vel á Hamrahverfið og gæti vel hugsað mér að búa þar.

Við enda Hamrahverfisins er Gufunesið, og einhvers staðar á þessum slóðum kemur hin margumtalaða Sundabraut. Ég reyndi að sjá hana fyrir mér. Það mistókst.

Lagalisti dagsins í dag:
Svefn-g-englar - Sigurrós
Times Like These – Foo Fighters
Numb – U2
My Name is Jones - Weezer
Frenchy, I´m Faking – Architecture in Helsinki
Cygnus... vismund cygnus – The Mars Volta
Road to Joy – Bright Eyes
Another Travelinð Song – Bright Eyes
Stuck in a Moment – U2
A Tropical Rainforest – Sounds of Nature


Lagalisti gærdagsins:
The Only One I Know - Charlatans
New York, New York – Ryan Adams
Suspicious Minds – Elvis Presley
Rock Star – N.E.R.D.
The Way I am - Eminem
Lonely Soul – U.N.K.L.E.
You only get what you give – New Radicals