sunnudagur, júní 25, 2006

Fótboltaferillinn - tímamót

- Ég byrjaði að æfa fótbolta í júní árið 1990 (að mig minnir) með Leikni Reykjavík. Eftir 3 vikna æfingar fórum við á Tommamótið í Eyjum. Okkur gekk illa. Bjarni Guðjónsson var valinn besti leikmaðurinn og Lalli "rauði" Grétars lyfti lóðum í íþróttahúsinu. Þetta var skemmtileg ferð.

- Frá 5.flokki uppí meistaraflokk spilaði ég með Fram, fyrir utan Gumma-Torfa-árið þegar ég spilaði með ÍR.

- Ég spilaði með undir 16 ára og undir 18 ára landsliðum Íslands.

- Ég spilaði í 2 ár með Coastal Carolina University í bandaríska háskóla fótboltanum.

- Ég hef spilað með 3 utandeildarliðum; Strumpum, TLC og FC Bootcamp.


Þetta eru alls 16 ár af fótbolta og ég hef séð ýmislegt og lent í ýmsu. En í kvöld lenti ég í atviki sem ég hef aldrei lent í áður. Andstæðingur gekk upp að mér seint í leiknum og sagði:
"Ef þú kemur aftur svona aftan í bakið á mér, þá gef ég þér olnbogaskot og rota þig".
"Ha, rota mig? Þá færðu rautt spjald og verður rekinn útaf," sagði ég.
"Mér er alveg sama," svarði félaginn.

Næst þegar ég fékk boltann klobbaði ég hann svo all illilega. Hann var brjálaður, en rotaði mig þó ekki.

Það er kannski aukaatriði, en liðið er kennt við útdauðan fugl og kemur frá Keflavík.

820 íbúðir?
Issssssssssssssss