laugardagur, júní 03, 2006

Minn besti golfhringur...

Í morgun vaknaði ég klukkan 06:30. Ég var nokkuð hress enda fyrirhugað að spila golf ásamt Ólafi Þórissyni á Svarfhólsvelli á Selfossi. Brottför var klukkan 08:00. Á Hellisheiðinni var logn, og sól skein í heiði. Nánast heiðskýrt.

Spilamennskan var í takt við veðrið.

Ég lék fyrri 9 holurnar á 43 höggum, og seinni 9 á 45 höggum.
= 88 högg (41 punktur) og minn besti hringur frá upphafi staðreynd.

Forgjör fyrir: 18,3
Forgjöf eftir: 16,8

Tölfræði:
1 fugl
4 pör
10 skollar
2 skrambar
1 sprengja

Það er fátt skemmtilegra en að spila golf, og ekki skemmir fyrir að gera það í góðu veðri. Góð spilamennska er svo bara bónus.

Clint Invitational golfmótið verður haldið á Svarfhólsvelli seint í júlímánuði. Ég mun mæta tilbúinn til leiks.

*************************

Merkileg staðreynd:
Ég er búinn að fara 5 sinnum í golf á þessu ári; 18 holur á Flúðum, 9 holur á Skaganum, 9 holur á litla vellinum á Korpu, 9 holur á Ljúflingi (Oddi) og 18 holur í dag.

Allar þessar holur hef ég spilað með sömu kúlunni, Nike 1.


Kveðja,
Hauger