Golfblogg og VBV...
Fór eldsnemma í gær ásamt Andrési Jónssyni og spilaði Selfossvöllinn. Ég var fyrstur á völlinn í annað sinn á þremur vikum. Góður árangur það.
Spilamennskan var hins vegar slök. Fyrri 9 voru þokkalegur og skorið 49 högg og 16 punktar. Hins vegar var ég arfaslakur á seinni 9 og fór á 56 höggum og 8 punktum.
Samantakt:
106 högg
24 punktar
Ný forgjöf = 16,9
Í kvöld fór ég og spilaði 9 holur á Hlíðavelli í Mosfellsbæ ásamt Óla Löngum Glæpon. Sökum Kvennadagsmóts var ekki spilað 18.
Steady spilamennska:
7 skollar
1 par
1 sprengja (10 högg)
48 högg samtals
18 punktar (spilað á getu)
Eftir golfið fórum við inní klúbbhús/kofa og fengum okkur í gogginn og horfðum á síðasta hálftímann í viðureign Spánverja og Túnis. Þar var Valtýr Björn Valtýsson einnig og óþekktur gestur.
Fljótlega skoraði Fernando Torres annað mark Spánverja og kom þeim yfir. Hugsanlegt er að Valtýr hafi talið okkur vera vitleysinga og kallaði hátt og snjallt með hreim og öllu:
"Ferrrnando Torrrees."
Ég þurfti ekki að líta á Óla.
Ég fann að hann var að hugsa það sama og ég.
"Ferrrnando Torrrees."
Ég hef auk þess bætt inn tveimur nýjum linkum:
1) Zygmarr. Sigmar Guðmundsson Kastljósmaður er með ansi skemmtilegt blogg.
2) Orðið á götunni. Nýjastu fréttir af pólitík, fjölmiðlum og viðskiptalífi. Fersk síða.
Spilamennskan var hins vegar slök. Fyrri 9 voru þokkalegur og skorið 49 högg og 16 punktar. Hins vegar var ég arfaslakur á seinni 9 og fór á 56 höggum og 8 punktum.
Samantakt:
106 högg
24 punktar
Ný forgjöf = 16,9
********************************
Í kvöld fór ég og spilaði 9 holur á Hlíðavelli í Mosfellsbæ ásamt Óla Löngum Glæpon. Sökum Kvennadagsmóts var ekki spilað 18.
Steady spilamennska:
7 skollar
1 par
1 sprengja (10 högg)
48 högg samtals
18 punktar (spilað á getu)
********************************
Eftir golfið fórum við inní klúbbhús/kofa og fengum okkur í gogginn og horfðum á síðasta hálftímann í viðureign Spánverja og Túnis. Þar var Valtýr Björn Valtýsson einnig og óþekktur gestur.
Fljótlega skoraði Fernando Torres annað mark Spánverja og kom þeim yfir. Hugsanlegt er að Valtýr hafi talið okkur vera vitleysinga og kallaði hátt og snjallt með hreim og öllu:
"Ferrrnando Torrrees."
Ég þurfti ekki að líta á Óla.
Ég fann að hann var að hugsa það sama og ég.
"Ferrrnando Torrrees."
********************************
Ég hef auk þess bætt inn tveimur nýjum linkum:
1) Zygmarr. Sigmar Guðmundsson Kastljósmaður er með ansi skemmtilegt blogg.
2) Orðið á götunni. Nýjastu fréttir af pólitík, fjölmiðlum og viðskiptalífi. Fersk síða.
<< Home