þriðjudagur, júní 03, 2008

Matur...

Ég fór á Santa Maria um daginn, en það er mexíkóskur staður staðsettur á Laugavegi 22. Þetta er nokkuð stór staður, hægt að sitja úti bakatil í góðu veðri, huggulegur, ódýr (allt á 990 kr), og matseðillinn mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og girnilegur.

Ekki skemmdi fyrir að Kjartan í Sigurrós labbaði framhjá á meðan ég borðaði. Svo 10 mínútum síðar gekk Jónsi í Sigurrós líka framhjá. Hann stoppaði reyndar aðeins í Kaffi Hljómalind til að ilma á ljúffengu grænmetinu. Yndislegt.

Fór líka á Ruby Tuesday um daginn.
Fer vonandi ekki aftur þangað í bráð. Skítapleis.

Skellti mér líka á Ítalíu um helgina. Það er traustur staður, hóflega verðlagðar pizzur, en þær eru ekkert rosalega góðar. Bara traustar, alltaf eins. Ítalía lifir.

Efnisorð: