föstudagur, júní 20, 2008

Golf...

Stundum er ég svo átakanlega lélegur í golfi að það er vandræðalegt að vera ég. Í kvöld var eitt af þessum kvöldum.

14 holur á Kili í Mosfellsbæ - ekkert par - fullt af heimskulegheitum - og sveiflan týnd og tröllum gefin.

Þetta þýðir bara eitt. Uppgjöf nei. Spila sig í gang já.

Þeir sem þora í golf með mér gefi sig fram!

--- svo er spurning með 4th Annual Clint Invitational --- Er áhugi?

Efnisorð: