föstudagur, júní 27, 2008

Sigurrós í dalnum...

Sigurrós spila í laugardalnum annað kvöld, eins og allir vita.

Veðurspáin er ágæt. Það verður til þess að KMH mun fara á sína fyrstu tónleika, og hvað er hollara fyrir 2 ára barn heldur en ljúfir tónar og Popplagið?

Sigurrós stígur á svið klukkan 19:00. Heimild: Morgunblaðið.

------------------------------------------------------------------------

Hverju má eiga von á? Útsendari minn (Messi litli, Binjan, Bása) var á tónleikunum í London fyrr í vikunni. Gefum honum orðið:

Tónleikarnir voru rokk solid í 130 mín.

Seinasta lagið í regular play var Gebbledigook og hann sagði "I want you to throw yourselfs overboard". Sennilega aldrei upplifað jafn mikla (hressa) stemningu á Sigurrósar tónleikum eins og í því lagi. Allir klappandi með og ég hélt að þakið myndi rifna.

Síðan fengu þeir massauppklapp og komu aftur og tóku Popplagið af þekktri snild og fólk trylltist enn frekar og þeir fengu enn magnaðra uppklapp og komu og hneigðu sig með öllum og þá hélt maður að þetta væri bara komið. Enginn í húsinu var þó á því að fara og klapp og stapp leiddi til þess að þeir komu fram í þriðja sinn og tóku All Right... Snilld.

Jónsi er kominn með skott og Orri var með kórónu. Við átökum í Hafsól dúndraði Orri kjuðunum frá sér og fékk annan beint í nebbann svo úr blæddi.... ALVÖRU.